Familien Ósland

Kuala Lumpur dagur 2

the three dudes

the three dudes

Við erum ennþá með smá jetlag og svo ótrúlegt sem það hljómar kvef. Úti er 33 – 35 stiga hiti en innadyra og í lestunum er undir 20 stigum. svo við fáum nett kuldasjokk i hvert skifti sem við komum inn.
En við reiknum nú með að þetta batni fljótlega.
við sváfum aftur til kl. 11 i dag en Egill var sá eini sem svaf alla nóttina. við hin vorum andvaka. Mette og August lásu og ég sat frammi og snýtti mér.

Eftir kjarngóðann brunch löbbuðum við út á lestarstöð og tókum lestina til Batu Cave. Batu caves er risa dropasteins hellir, eigunlega er það stór klettur sem er holur að innan. uppí hellismunnann eru 274 tröppur (við töldum) og þar sitja apar sem betla, urra og stela öllu matarkyns sem gestirnir hafa í höndunum. Við vorum með 1/2 litra gosflöskur sem þeir voru mjög hrifnir af. það endaði með því að við settum flöskurnar í bakpokann eftir að August var eltur af 3 öpum.

þegar hjartslátturinn var orðinn eðlilegur aftur príluðum við niður á jafnsléttu og fengum okkur ís til að róa taugarnar. Svo tókum við næstu lest til baka til KL.

við fórum til Batu caves þegar við vorum hér í 2006 og þá var þetta úti í sveit. Síðan þá hefur borgin stækkað og háhísi fylla nú sjóndeildarhringinn.

Aftur i KL tókum við Monorail til gamla hverfisins okkar. í 2006 var þetta skemtilega niðurnítt og skuggalegt. núna er þetta byggingarsvæði. underground lestarstöð og stór hótel eru í byggingu. gamla mollið þar sem við keyptum allar DVD myndirnar er núna fínt eins og Kringlan.

við tókum Monorail á næstu stöð og löbbuðum þaðan til Petronas í ca. 1km löngu lokuðu og loftkældu röri 15m yfir götuplani.

Í Petronas fengum við okkur að borða og svo röltum við útá lestarstöð og tókum sporvagninn heim á hótel.

Eftir tvo heila daga erum við komin með góða tilfinningu fyrir borginni og okkur hlakkar til nýrra ævintýrra á morgun.

2 tanker om “Kuala Lumpur dagur 2

  1. LinrLinr

    Det ligner jo trappen fra Kung Fu Panda 🙂
    Stort savn fra Kastrup <3 men vi klarer den.

  2. MetteMette Forfatter

    Hehe – mange ting her ligner noget fra en anden verden 🙂 Her er varmt, spændende og dejligt at være 🙂

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *