Familien Ósland

Camp-life hjá Tungog Lake

Familiebillede

Familiebillede

10/7-15

Við August sváfum mjög vel þrátt fyrir hitann. August vaknaði einusinni til að pissa og var mjög ruglaður í ríminu. við þurfum að fara út og niður tröppurnar vegna þess að baðherbergið er undir svefnherberginu. Við fengum tvo 2ja manna skála, og það eru tvö fleti hver með sitt flugnanet sem kemur að góðum notum.

Ég vaknaði um 5 leitið við að fuglarnir fögnuðu sólarupprásinni með miklum söng. þegar ég sá hvað klukkan var sneri ég mér á hina hliðina og svaf aðeins lengur 😉 Kl. 6:30 hringdi vekjaraklukkan og ég fékk hin á fætur en þagar við vorum á leið í morgunmat var okkur sagt að koma með því það höfðu sést órangúntanar rétt hjá. Við hlupum af stað og mikið rétt, hátt uppí í tré gátum við grillt í mömmu með unga á bakinu. Hún skammaðist yfir ónæðinu og það rigndi með laufi og kvistum. Við fylgdumst með þeim um stund og það var frábært að sjá hana fara um hátt uppi í trjátoppunum. það verður aldrey það sama að fara í dýragarðinn héreftir.

 

Dagens morgenmenu

Dagens morgenmenu

Morgunmaturinn samanstóð af spældum eggjum, núðlum og bananaköku. eftir morgunmat fórum við í stuttan morgun labbutúr með gædinum okkar og skoðuðum tré og plöntur sem vaxa her við búðirnar.

Við sáum ma. rattan sem er verðmæt planta (1KG kostar 3000 RN). Hún er notuð í húsgögn og lögreglan notar hana sem spanskreir þegar glæpamenn þurfa á vandarhöggum að halda. Við sáum grein í blaði í fyrradag um þjóf sem fékk 3ja ára fangelsi og 3 vandarhögg. Hér reyna þeir að halda fólki frá því þetta er mikilvæg fæða fyrir fílana. Thað eru ca. 180 fílar sem fara hér um árlega á leið sinni frá ströndinni að þjóðveginum hér fyrir ofan. þeir hafa sennilega farið lengra áður fyrr en eftir að vegurinn kom hafa þeir ekki farið yfir hann. Fílarnir eru með gps staðsetningartæki svo það er auðvelt að fylgjast með þeim og aðvara fólk þegar von er á þeim. það er vissara því fílar geta valdið skaða á húsum og fólki. Við sáum sorglegar leifar af gamalli olíutunnu sem fílarnir höfðu trampað niður vegna þess að þeim líkaði ekki hljóðið í henni. Starfsfólkið hér notar blys og kínverja til að bægja fílum frá búðunum.

Durian ávöxturinn er líka vinsæll hjá fílunum en oft gleypa þeir hann í heilu lagi og vegna þess að börkurinn leysist ekki upp í fílsmaga er hægt að grafa ávöxtinn upp úr fílstaðinu og borða hann. Ef einhver hefur lyst 😉

Eftir labbitúrinn var pása fram yfir hádegismat sem samanstóð af Soðnum eggjum í súrsætri sósu, gúrkusalati og baunum. mjög gott.
Nú fengum við að sjá trjáræktina og prufuðum að planta nokrum trjám. August var öflugur með holuskófluna og Egill setti tré í og mokaði yfir. það leið ekki á löngu þangað til við vörum búin að planta 30 trjám sem var kvótinn.

Eftir þetta fórum við til baka og höfðum pásu til kl. 15:30 þegar við fórum að leita á pöddum. Það var ekki mikið að sjá. Skógarbotnin er mjög þurr eftir 2 vikur án regns. Trén eru stressuð og hafa fellt mikið af laufi sem hylur allt.

Þegar við komum til baka fengum við veiðistangir og prufuðum að veiða af veröndinni. það er fullt af smásílum og lengra úti sáum við stærri fisk stökkva, en ekkert beit á og við gáfumst fljótlega upp. Ég lagði mig “smástund” í hengikojuna og steinsofnaði. August spilar fótbolta íklæddur Brasílönskum landsliðs bol og Egill les bókina sína.

Eftir myrkur fórum við í labbitúr en vorum ekki komin langt þegar það byrjaði að rigna og við þurftum að hlaupa i skjól. það helliringdi allt hvöldið og fram á nótt. Rigningin kælir og allt verður ferskt og þó rakastigið sé mjög hátt er notalegt að skríða inn undir flugnanetið með vasaljósið og lesa smá áður en svefninn kemur.

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *