Familien Ósland

Föstudagur 22/07

í dag fórum við í Fjölskyldu og húsdýragarðinn. Ég, Egill, August og Hemmi tókum strætó niður í Borgartún og löbbuðum þaðan.

Við  gengum fram hjá Laugarneskirkju þar sem Egill var skírður og við Mette gift.

Mette og Elma biðu eftir okkur við hliðið ásamt afa og ömmu. við skoðuðum dýrin og lékum okkur þangað til við gátum ekki meira.

Amma, afi og Elma fóru á undan okkur upp í Kópavog og buðu svo uppá vöfflur þegar við hin komum.

Tóti og  Anna fengu frí í dag og brunuðu norður í land í veiðiferð.

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *